Hjálp (Aðstoð við notkun METEOALARM)

Upplýsingar fyrir Evrópu
Upplýsingar fyrir hvert land
Upplýsingar um spásvæði
Uppruni upplýsinga og eignar
Proxy Þjónar

1. Upplýsingar fyrir Evrópu (Forsíða vefsetursins)

Á forsíðunni birtist kort af Evrópu. Kortið er með litakvarða sem gefur notandanum góða yfirsýn um yfirstandandi eða yfirvofandi veðurvá í Evrópu. Litakvarðanum er ætlað að gefa raunhæfa mynd af ástandinu í hverju landi og um leið að einhverju leiti að vera samrýmanlegur fyrir öll Evrópulöndin innan METEOALARM. Litakvarðinn á að endurspegla yfirstandandi ástand og hversu alvarleg áhrif þess geta orðið.

1.1 Upplýsingar á tungumáli notenda
Ef notandi óskar eftir að breyta tungumáli upplýsinganna sem birtast á vefsíðunni getur hann valið á milli nokkurra tungumála í flettiglugga efst til hægri á síðunni.

1.2 Litakvarðinn
Til að fá ítarlegar upplýsingar um litakvarðans getur notandinn smelt á kvarðann neðst til vinstri á vefsíðunni.

Stutt samantekt á því hvað litirnir tákna:

Grár:
Þetta land tekur ekki þátt í METEOALARM verkefninu.

Hvítur:
Gögn hafa ekki borist.

Grænt:
Engin hætta stafar af veðri.

Gulur:
Hætta getur stafað af veðri og er ástæða til að hafa varann á utandyra og á ferðalögum.

Appelsínugulur:
Hætta stafar af veðri. Sjaldgæfum atburði eða aftakaveðri hefur verið spáð Verið á varðbergi, fylgist með veðurspá og reynið að fá sem nákvæmastar upplýsingar um yfirvofandi veðurvá.

Rauður:
Mikil hætta stafar af veðri. Óvenju alvarlegum atburði hefur verið spáð og hann getur haft áhrif á stóru svæði. Verið mjög á varðbergi og leitið eins oft og mögulegt er upplýsinga um yfirvofandi veðurvá.

1.3 Skýringartákn
Skýringartákn skilgreina þá veðurþætti sem valda yfirstandandi eða yfirvofandi hættu. Táknin eru útskýrð neðst á heimasíðunni. Á hægri hluta síðunnar er tafla með þeim löndum sem taka þátt í METEOALARM. Þar koma fram viðvaranir fyrir viðkomandi land með skýringartákni.

1.4 Einstakir veðurþætti

Notandi getur skoðað viðvaranir vegna ákveðins veðurþáttar með því að velja hann í fellivalmynd fyrir neðan Evrópukortið. Hafa ber í huga að sum lönd vara ekki við öllum veðurþáttunum svo sem eins og snjóflóðum, skógareldum, hitabylgjum eða sjávarflóðum.

1.5 Dagurinn í dag og morgundagurinn – Hvenær upplýsingar berast
Á METEOALARM vefsíðunni er hægt að kynna sér um ástand vegna veðurs fyrir daginn í dag og morgundaginn. Hægt er að skipta á milli upplýsinga fyrir daginn í dag og morgundaginn í fellivalmynd fyrir neðan Evrópukortið. Tíminn sem birtist á síðunni er Evróputími sem yfir vetrartímann er einni klukkustund á undan íslenskaum tíma og yfir sumartímann er tveimur klukkustundum á undan.

1.6 Hversu gamlar eru upplýsingarnar
Efst til vinstri á Evrópukortinu kemur fram sá tími sem sem upplýsingarnar á kortinu voru síðast uppfærðar.

1.7 Hvað er til ráða ef upplýsingarnar eru gamlar
Ef upplýsingar á síðunni uppfærast ekki getur það tengst tölvu notandans. Notandinn ætti þá að reyna að uppfæra þær með því að ýta á F5 á lyklaborðinu. Ef þetta virkar ekki ætti notandinn að athuga hvort netsambandið sé í lagi (er það t.d. enn til staðar). Vandamálið gæti einnig tengst flýtimynni vafrans og þá má prófa að tæma flýtimið (cache vafrans).


2. Upplýsingar fyrir hvert land

Á Evrópukortinu fær hvert land þann lit sem gefur til kynna þann veðurþátt sem mest hætta stafar af. Með því að smella á landið finnur notandinn nánari upplýsingar um ástandið og í hvaða hluta landsins það hefur áhrif.

Þessar upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella á viðkomandi land á Evrópukortinu eða með því að velja landið í töflunni til hliðar við kortið.

2.1 Upplýsingar innanlands
Kot af landinu sýnir spásvæði í viðkomandi landi og þær viðvaranir sem í gildi eru fyrir hvert svæði. Þegar ástandið er táknað með appelsínugulum lit (í sumum lönd einnig fyrir ástand sem táknað er með gulum lit) birtist sýringartákn fyrir veðurþáttinn sem ástandinu veldur yfir svæðinu þar sem ástandið varir. Ef fleiri en eitt tákn birtist yfir einu svæði á kortinu (að hámarki þrjú tákn) tekur notandi eftir því þegar hann dregur músina yfir svæðið. Þessi virkni sýnir að auki nafn svæðisins ásamt skýringartáknum í glugga efst til vinstri á kortinu. Á þessari síðu koma spásvæðin fram í töflu hægra megin við kortið. Þar koma fram þær viðvaranir sem eru í gildi eru með skýringartáknum.

Á neðri hluta síðunnar sjást þau tákn sem standa fyrir þá veðurþætti sem viðkomandi land varar við.

Á þessari síðu er einnig hægt að skoða upplýsingar fyrir daginn í dag og morgundaginn. Það er gert á sama hátt og á forsíðunni, með því að velja úr fellivalmynd.

Með því að smella með músinni á merki veðurstofunnar í viðkomandi landi (þaðan sem upplýsingar um viðvaranir eru upprunnar) tengist notandi heimasíðu veðurstofunnar, í sumum tilvikum sérstakri viðvaranasíðu sem veðurstofan heldur úti.


3 Upplýsingar um spásvæði

Ef notandinn velur eitt af svæðunum innan ákveðins lands nálgast hann nánari upplýsingar um viðvaranir á því svæði.

3.1 Nánari upplýsingar um veðurvá
Þegar appelsínugular og rauðar við viðvaranir eru gefnar, í flestum löndum einnig þegar gul viðvörun er gefin, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hættuna með því að smella á viðkomandi spásvæði. Til að mynda hvenær og hversu lengi hættan stendur yfir. Sum lönd bæta einnig við upplýsingum eins og hversu miklum vindhraða er búist við hversu mikilli úrkomu eða þéttleika þokunnar sem spáð er. Eins og á öðrum síðum eru hér tákn sem gefa veðurþáttinn til kynna en að auki er mynd í bakgrunni sem gefur enn frekar til kynna hættuna sem stafar af veðrinu.

3.2 Fleiri en einn veðurþáttur
Ef fleiri en ein viðvörun er gefin út fyrir ákveðið svæði koma upplýsingar um viðvörun fyrir hvern veðurþátt fram til á þessari síðu.

3.3 Nánari upplýsingar á vefsíðum veðurstofa
Neðst á síðunni til hægri finnur notandinn merki þeirrar veðurstofunnar sem gefur út viðvörunina. Ef hann smellir á merkið er það tengill við heimasíðu veðurstofunnar eða sérstaka viðvaranasíðu sem veðurstofan heldur úti. Þar sem hægt er að finna: Texta um viðvaranir með útskýringum á þeim viðmiðum sem notuð eru til að skera úr um hvort viðvaranir eru gefnar og fleiri upplýsingar sem tengjast yfirvofandi veðri.


4. Uppruni upplýsinga og eignar- og höfundaréttur á gögnum og hugverkum
  • Veðurstofur í þeim löndum sem taka þátt í METEOALARM eru ábyrgar fyrir að safna og gefa upplýsingar sem birtast innan METEOALARM kerfisins. Viðvaranastig sem gefin eru á METEOALARM ásamt táknum og öðrum nánari upplýsingum sem með þeim birtast eru uppruninn hjá veðurstofunum.
  • Allar dýnamískar upplýsingar á METEOALARM koma frá veðurstofum í viðkomandi löndum. Þær eru eign og á ábyrgð veðurstofanna svo og annað tengt efni á vefsetrum veðurstofanna sem vísað er í frá METEOALARM síðunni.
  • Innan EUMETNET er vettvangur til að skipuleggja samstarfsverkefni milli aðildarstofnanna (evrópsku veðurstofanna) á mismunandi sviðum veðurfræðinnar. Verkefnin geta, svo dæmi sé tekið, tengst mælingum, úrvinnslu gagna, spágerð, rannsóknum, þróun og starfsþjálfun. Í gegnum EUMETNET verkefni hafa veðurstofurnar tækifæri til að þróa sameiginlega starfskrafta og getu til vöktunar á umhverfi og veðurfari. Samstarf þeirra gerir þeim einnig kleift að færa almennum notendum í Evrópu bestu mögulegar upplýsingar um veður og veðurfar.
  • METEOALARM kerfið er hannað til að safna saman upplýsingum um viðvaranir vegna veðurs frá evrópsku veðurstofunum sem standa að EUMETNET (sem er tengslanet evrópskra veðurstöðva). Þetta kerfi, grafískt útlit og virknihlutar ásamt hug- og vélbúnaði því tengist er EUMETNET.
  • EUMETNET hefur fengið austurrísku veðurstofunni ZAMG ( Zentral Anstalt für Meteorologie und Geodynamik) þá ábyrgt að sá um að viðhalda á virknihluta og viðhaldi á METEOALARM kerfinu og vefþjónum.
  • Notendur þessarar vefsíðu eiga að lesa og vera samþykkir því sem fram kemur í Skilmálum og notkunarreglum fyrir METEOALARM sem hægt er að finna á efri hluta forsíðunnar.

5. Proxy Þjónar
  • Öll proxy ferli (sjá nánar í enskri útgáfu af þessu skjali) geta haft áhrif á það hvernig myndrænar upplýsingar birtast á METEOALARM síðunni (www.meteoalarm.eu).
  • METEOALARM kerfið geymir myndir í 10 mínútur (í mesta lagi) og kortin sjálf eru gerð á 20 mínútna fresti (sjá tíma á kortum). Hafðu samband við umsjónarmann tölvu- og eða netkerfis sem tölvan er tengd við ef upplýsingarnar sem birtast eru úreltar.
Breyta tungumáli:  | BG | BS | CZ | DA | DE | EE | EN | ES | ES | ES | FI | FR | GR | HE | HR | HU | IS | IT | LT | LV | ME | MK | MT | NL | NO | PL | PT | RO | RS | SE | SK | SL | VA