Nýr samevrópskur vefur um veðurviðvaranir

www.meteoalarm.eu

Á alþjóðlega veðurdeginum 23. mars 2007 var formlega opnaður í El Escorial á Spáni sameiginlegur vefur 30 Evrópulands um veðurviðvaranir. Hægt er að velja íslensku sem tungumál.

Vefurinn er unninn undir merkjum EUMETNET sem er formlegur samstarfsvettvangur ríkisveðurstofa þessara landa. Á vefnum má sjá með einföldum og samræmdum hætti hvort í gildi er innan hver lands viðvörun um veður eða veðurtengda þætti fyrir næstu 48 klst og er vefurinn uppfærður á 20 mínútna fresti.

Vefurinn er einkum hugsaður til nota fyrir þá sem ferðast á milli landa og þurfa að vita hvort veðurviðvörun er í gildi í landinu sem ferðast er til.

Notaðir eru fjórir meginlitir á viðvörunarkortinu: grænn ef engin viðvörun er í gildi frá viðkomandi veðurstofu, gulur vísar til þess í gildi sé tiltölulega algeng viðvörun en ef liturinn er appelsínugulur eða rauður er um að ræða mjög fátíða atburði, gjarnan mjög hættulega.

Hafa verður í huga að viðmiðunarmörkin eru mismunandi frá landi til lands, enda tíðni sambærilegra veðuratburða breytileg frá landi til lands og líkleg skaðsemi ákveðins veðuratburðar sömuleiðis. Ef þörf er á frekari upplýsinum um veður einstakra landa er vefslóðin rakin áfram inn á heimasíðu viðkomandi ríkisveðurstofu, en breytilegt er hvað þar er að finna og á hvaða tungumálum.

The following countries participate:

Austria Belgium Croatia Cyprus Czech Republic Denmark Estonia Finland France Germany Greece Hungary Iceland Ireland Italy Latvia Luxemburg Malta Norway Poland Portugal Romania Serbia Slovakia Slovenia Spain Sweden Switzerland The Netherlands United Kingdom

------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Folder Meteoalarm (pdf): Folder Meteoalarm

Brochure Meteoalarm (pdf): Brochure Meteoalarm

Further details are available from the project management at meteoalarm@zamg.ac.at
Breyta tungumáli:  | BG | BS | CZ | DA | DE | EE | EN | ES | ES | ES | FI | FR | GR | HE | HR | HU | IS | IT | LT | LV | ME | MK | MT | NL | NO | PL | PT | RO | RS | SE | SK | SL | VA