Formáli:

EUMETNET er tengslanet evrópskra veðurstofa.

Innan EUMETNET (www.eumetnet.eu) er vettvangur til að skipuleggja samstarfsverkefni milli aðildarstofnana (evrópsku veðurstofanna) á mismunandi sviðum veðurfræðinnar. Verkefnin tengjast til dæmis mælingum, úrvinnslu gagna, spágerð, rannsóknum, þróun og starfsþjálfun. Í EUMETNET verkefnum geta veðurstofurnar þróað sameiginlega starfskrafta og getu til vöktunar á umhverfi og veðurfari. Samstarf þeirra gerir þeim einnig kleift að færa almennum notendum í Evrópu bestu mögulegar upplýsingar um veður og veðurfar.


Skilmálar og skilyrði fyrir notkun á Meteoalarm vefsíðunni:

Almennar athugasemdir

Meteoalarm vefsíðurnar eru ætlaðar almennum notendum, viðkomandi yfirvöldum, evrópskum veðurfræðingum og fjölmiðlum. Þetta er gert til að auðvelda þeim að nálgast, skilja og bregðast við hættu vegna veðurs og atvika sem af þeim hljótast. Þessar upplýsingar eiga að birtast á vefnum á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að þær séu auðskiljanlegar íbúum Evrópu.

Ekki er hægt að draga ZAMG, aðrar veðurstofur sem standa að EUMETNET eða aðra aðila sem láta gögn af hendi til ábyrgðar vegna villna í gögnunum, tafa á birtingu þeirra eða tjóni sem af því hlýst.

Notkun síðunnar

Notandinn geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem felst í notkun á gögnunum.
Eumetnet og evrópsku veðurstofurnar setja fram þessi gögn eins og þau koma fyrir og veðurstofurnar afsala sér allri ábyrgð á notkun þeirra, þar með talið kröfum um söluhæfni eða að þau séu sniðin til ákveðinna nota.

Eumetnet, veðurstofurnar og /eða forsvarsmenn þeirra eru ekki undir neinum kringumstæðum ábyrg gagnvart notanda eða þriðja aðila vegna beins eða óbeins tjóns eða tekjutaps sem orðið getur vegna beinnar eða óbeinnar notkunar á þessum gögnum.

Notendum er óheimilt að afrita og/eða breyta efni á Meteoalarm vefsíðunni og afrita og/eða breyta tengdum upplýsingum. Notkun sem felur í sér að efnið á vefsíðunum er notað óbreytt er leyfileg ef hagnaður hlýst ekki af notkuninni. Taka skal fram hvaðan efnið kemur.

Skilmálar og skilyrði fyrir notkun á Meteoalarm vefsíðunni er íslensk þýðing á Terms and conditions for the use of the Meteoalarm website sem er ensk útgáfa. Enska útgáfan gildir fram yfir aðra þýðingar og er þess vegna bindandi.


Höfundarréttur

Merki (logo) sem birtast á þessari síðu eru skráð vörumerki.

Eignarhald og höfundarréttur á efni og verklegum ferlum sem verða til við að koma upplýsingum til Meteoalarm-kerfisins, eru í eigu aðildarstofnananna (evrópsku veðurstofanna) sem upphaflega miðla þessum upplýsingum.
Upplýsingarnar á þessum vef eru sameiginleg eign samstarfsaðila Meteoalarm og eru verndaðar samkvæmt höfundarréttarlögum.
Eignarhald og hugverkarréttindi á keyranlegar og uppfærðar viðvaranir sem færðar eru til Meteoalarm-kerfisins haldast áfram hjá þeim samstarfsaðilum Meteoalarm sem upphaflega afhentu upplýsingarnar.
Upplýsingarnar á þessum vef eru aðgengilegar almenningi.
Áður en upplýsingarnar eru notaðar skal gæta sérstaklega að útgáfutíma þeirra á síðunum. Þegar þessar upplýsingar eru endurnotaðar má ekki breyta innihaldi þeirra og ávallt skal geta uppruna, EUMETNET - MeteoAlarm, eða stofnun upprunalands ef við á (Vefnotendur vísi á tengil: www.meteoalarm.eu). Geta þarf útgáfutíma. Upplýsingarnar skulu birtast i rauntima, með undir 5 mínútna seinkun að meðaltali. Seinkunin má í öllum tilfellum ekki fara fram yfir 10 mínútur.

Allar endurnotaðar upplýsingar skulu innihalda upphaflegan tímastimpil og notast við eftirfarandi riftunarákvæði: "Tímaseinkanir milli þessa vefsvæðis og www.meteoalarm.eu eru mögulegar, nálgast má rauntíma-viðvörunarstig eins og gefin eru út af aðildarveðurþjónustum í hverju landi á www.meteoalarm.eu."

Upplýsingar og efni á Meteoalarm-síðunni er verndað með höfundarrétti en hægt er að nota það án endurgjalds til rannsókna (ef ætlunin er ekki að hagnast), sjálfsnáms eða innanhúss í fyrirtækjum. Réttur Eumetnet yfir efninu verður að vera viðurkenndur og nauðsynlegt er að geta heimilda.
Frekari fyrirspurnum er hægt að beina á netfangið meteoalarm( a )zamg.ac.at.

Tenglar

Hugsanlegir tenglar á aðrar vefsíður eða aðra þjóna gegnum þessa síðu eru ekki á ábyrgð EUMETNET, Meteoalarm eða viðkomandi veðurstofa.
EUMETNET er ekki ábyrgt fyrir innihaldi eða efni á síðum sem vísað er til á vefþjónum veðurstofanna.

Hvaða upplýsingar birtast?

Aðgengilegar afurðir Meteoalarm-kerfisins eru kort og staðlaðar viðvaranir sem eru valdar á grunni þess sem eðlilegt þykir innan þeirra ríkja sem taka þátt í verkefninu. Allar viðvaranir hafa viðbragðsstig sem gefur alvöru yfirvofandi veðurvár til kynna og er það gefið fyrir ákveðin svæði innan ríkjanna. Litir eru notaðir til að tákna viðbragðsstigið. Sjá eftirfarandi:

Grænn:
Ekki er þörf á neinum sérstökum viðbúnaði vegna veðurs.

Gulur:
Hætta getur stafað af veðrinu. Það veður sem spáð hefur verið er ekki óvenjulegt en ástæða er til að hafa varann á utandyra og á ferðalögum. Fylgist með veðurspá og verið viðbúin hugsanlegri hættu vegna veðurs.

Appelsínugulur:
Hætta stafar af veðrinu. Sjaldgæfum atburði eða aftakaveðri hefur verið spáð. Skemmdir og mannfall geta hlotist af.
Verið á varðbergi, fylgist með veðurspá og reynið að fá sem nákvæmastar upplýsingar um yfirvofandi veðurvá. Verið viðbúin hættu sem hugsanlega er óumflúin. Farið eftir öllum ráðleggingum sem koma frá viðkomandi yfirvöldum.

Rauður:

Mikil hætta stafar af veðrinu. Óvenju alvarlegum atburði hefur verið spáð og hann getur haft áhrif á stóru svæði.
Miklar skemmdir og mannfall geta hlotist af. Verið mjög á varðbergi.
Leitið eins oft og mögulegt er upplýsinga um yfirvofandi veðurvá.
Farið eftir skipunum og ráðleggingum sem viðkomandi yfirvöld gefa og verið viðbúin óvenjulegum aðgerðum.
  • Skýringarmyndir gefa til kynna um hvers konar veður er að ræða.
  • Hægt er að velja ákveðin landsvæði og þar er hægt að sjá spá um hversu slæmt veðrið geti orðið og hversu lengi það geti staðið yfir.
  • Fyrir utan þessa skýringarmynd er önnur mynd í bakgrunni sem tengist viðkomandi veðurvá. Þessum myndum er ætlað að gefa hugmynd um mögulega hættu og gera almenning meðvitaðan um hana.
  • Ef upplýsingar frá ákveðnu landi eru úreltar, óeðlilegar á einhvern hátt eða hafa ekki borist er viðkomandi land og landsvæði innan þess lituð með hvítum lit.
  • Lönd sem eru ekki þátttakendur í Meteoalarm-verkefninu eru lituð með gráum lit.
Breyta tungumáli:  | BG | BS | CZ | DA | DE | EE | EN | ES | ES | ES | FI | FR | GR | HE | HR | HU | IS | IT | LT | LV | ME | MK | MT | NL | NO | PL | PT | RO | RS | SE | SK | SL | VA